Villiköttur með kettlinga við Keflavíkurhöfn
Vinaleg læða sást með fimm kettlinga sína við Keflavíkurhöfn í gærkvöldi og er nær öruggt að um villiketti sé að ræða. Kettlingarnir voru styggir, en læðan og einn kettlinganna voru pallróleg þegar þau voru mynduð.
Villikettirnir hafa nægt rými við höfnina, inni á milli stórra steinanna sem við ströndina liggja. Töluvert ónæði getur orðið af villiköttum þar sem þeir fara iðulega í fæðisleit í nágrenni heimila og fyrirtækja.
Myndin: Læðan og einn kettlingana. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.