Vill skynsamlega umræðu um skynsamlega skatttöku
Fomaður Samtaka verslunar og þjónustu
„Ég held að almennur launþegi meti mótframlag lífeyrissjóðs og atvinnurekenda upp að vissu marki. En ef þetta er orðið þetta hátt eins og hjá ríkinu þá set ég spurningamerki hvort fólk kunni að meta þessi rosalegu mótframlög. Fólk vill fá meiri laun í vasann og lægri skatta,“ sagði Njarðvíkingurinn Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Mikil umræða hefur verið um boðaða skattatöku fjármálaráðherra.
Margrét var boðuð í viðtal í Bítinu eftir að hún skrifaði grein í Morgublaðið í gær þar sem hún kallar eftir skynsamlegri umræðu um skynsamlega skattöku. Meðal þess sem hún nefnir í viðtalinu á Bylgjunni er að fyrirtæki og stofnanir á Íslandi eigi ekki aðeins í samkeppni sín á milli um starfskrafta, heldur í samkeppni við útlönd. Margt ungt fólk horfi þangað. „Við viljum besta fólkið og þá þarf umhverfið að vera í lagi,“ segir Margrét.
Í umræðunni um matarskattinn leggur Margrét t.a.m. áherslu á að vörugjöldin séu bastarður. „Þegar við gengum í EFTA 1971 voru vörugjöldin sett inn sem tímabundinn skattur. Hann átti að vera tekjur fyrir ríkissjóð sem áttu að tapast vegna niðurfellingar á tollum vegna EFTA samningsins. Hann var svo settur varanlega á 1988. Bryjum á því að tala um það sem við erum sammála um. Matarkarfan er ekki nema 12% af heildarútgjöldum heimila,“ segir Margrét.
Viðtalið er í heild sinni hér.