Vill skólastofurnar burt
„Hver er hinn dæmigerði skóli? Litlir kassar með töflu þar sem kennarinn stendur og reynir að halda nemendum vakandi yfir fyrirlestri um efni sem svo margir hafa sett fram á meira spennandi hátt á netinu. Svona spyr Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis í aðsendri grein sem var birt í Morgunblaðinu í gær.
Í greininni segir Hjálmar að skólakerfið í öllu sínu veldi byggi á því að kennarinn leiði umræðuna, veiti upplýsingar til meira og minna óvirkra hlustenda sinna - nemendanna og að skólabyggingar og uppröðun í skólastofur byggi á þessu. Hjálmar nefndir sænskan skóla sem draumaskóla en hann var hannaður á forsendum nemenda og ekki er tiltekin skólastofa fyrir tiltekinn bekk, heldur ræðst það af verkefnum hverju sinni hvar nemendur eru.
Greinina í heild sinni má lesa hér