Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vill reisa risahótel við Keflavíkurhöfn
Framkvæmdasvæðið við Keflavíkurhöfn. VF/mynd-Olga Björt.
Fimmtudagur 5. mars 2015 kl. 09:17

Vill reisa risahótel við Keflavíkurhöfn

Leitar að áhugasömum fjárfestum.

Til skoðunar er að reisa 98 her­bergja hót­el við Vík­ur­braut í Reykjanesbæ sem kæmi í stað fyr­ir­hugaðs fjöl­býl­is­húss við sjó­inn. Til sam­an­b­urðar eru 77 her­bergi á Hót­el Kefla­vík, stærsta gisti­stað Reykja­nes­bæj­ar. Hót­elið yrði því mjög stórt miðað við staðsetn­ingu. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Grunn­ur húss­ins að Vík­ur­braut 17 hef­ur staðið óhreyfður síðan í efna­hags­hrun­inu. Fram kemur í frétt Morgunblaðsins að Áskell Agn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Húsa­gerðar­inn­ar hf., hafi ásamt arki­tekt­um húss­ins gert drög að breyttri hönn­un þess og leit­ar nú að áhuga­söm­um fjár­fest­um. Hug­mynd­in gangi út á að bæta einni hæð ofan á húsið þannig að það yrði átta hæðir, auk kjall­ara og bíla­kjall­ara þar fyr­ir neðan, sem brú­i hæðarmun­inn niður á hafn­ar­svæðið, alls 10 hæðir. Yrði kjall­ar­inn notaður fyr­ir eld­hús og veit­inga- og þjón­ustu­rými.

Í viðtalinu segist Áskell ánægður með staðsetninguna. Á Vík­ur­braut og í næstu götu séu há­reist fjöl­býl­is­hús með stór­kost­legu út­sýni yfir Reykja­nesið og vest­ur á Snæ­fells­nes. Þetta séu með vandaðri fjöl­býl­is­hús­um sem byggð hafi verið í Reykja­nes­bæ. Vegna lágs fast­eigna­verðs sé ekki markaður fyr­ir slíkt hús­næði á svæðinu núna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sjá nánar hér.