Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vill fara í setuverkfall
Fimmtudagur 14. nóvember 2002 kl. 16:54

Vill fara í setuverkfall

Í dag eru liðnar tvær vikur frá því að heilsugæslulæknar gengu út af heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja vegna réttinda- og kjarabaráttu sinnar við heilbrigðisráðuneytið. Á þessum tveimur vikum hefur ekkert gerst sem þokað hefur málum í samkomulagsátt. Læknaleysið á Suðurnesjum er farið að bitna á íbúunum og einn þeirra er Helga Valdimarsdóttir í Njarðvík, en hún er öryrki og þarf að hitta lækni á tveggja vikna fresti: „Ég er búin með lyfin mín, en ég þarf að hitta lækni til að fá nýjan lyfseðil,“ segir Helga en hún hringdi á heilsugæsluna í dag og þar var henni bent á að leita til læknis á læknavaktinni í Kópavogi: „Ég ætla ekki að fara inn í Kópavog. Ég á heimtingu á því að fá læknisþjónustu hér í mínum bæ. Hvernig getur það gerst að allt í einu verður læknalaust hér í bænum og það er eins og það sé allt í lagi. Og á meðan fer heilbrigðisráðherra til Kína.“ Helga segist vilja grípa til róttækra aðgerða til að knýja stjórnvöld á að leysa deiluna: „Það virkar ekkert nema setuverkfall og ef ég fæ nógu marga með mér í lið þá vil ég setjast að á heilsugæslustöðinni og sitja þar sem fastast þangað til lausn finnst á þessari deilu,“ sagði Helga í samtali við Víkurfréttir. Helga vill hvetja fólk til að hafa samband við sig til að ræða aðgerðir. Síminn hjá Helgu er 867-0506.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024