Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vill fækka starfsfólki vegna samstöðuleysis sveitarfélaga
Laugardagur 9. júní 2012 kl. 13:47

Vill fækka starfsfólki vegna samstöðuleysis sveitarfélaga

Vegna samstöðuleysis sveitarfélaganna á Suðurnesjum leggur framkvæmdarstjóri Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum til að fækka starfsfólki á Garðvangi til að mæta rekstrarhalla uppá 15 milljóna króna. Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar DS frá 9. maí sl.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Bæjarstjórn Garðs mótmælir fækkun starfa enda álag á starfsfólk það mikið að ekki verði á bætandi. Verði af fækkun starfsfólks mun það leiða til lakari þjónustu og/eða fækkun hjúkrunarrýma.

Bæjarstjórn Garðs skorar á sveitarfélagið Voga og Sandgerðisbæ að verða við beiðni DS um aukið framlag til rekstur heimilisins líkt og Garður og Reykjanesbær hafa gert og samþykkir fundargerð DS samhljóða.