Vill byggja þarabað og handverkstæði
Eigandi Skagabrautar 86 í Garði hefur óskað eftir því við Skipulags- og bygginganefnd í Garði að hann fái að gera endurbætur og viðbyggingu við bílgeymslu að Skagabraut 86. Húsnæðið vill hann nota sem þarabað og handverkstæði.
Nefndin fól skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða frekar við umsækjanda og afla frekari gagna í samræmi við umræður á fundinum. Bæjarstjórn Garðs hefur afgreitt umsóknina á sömu nótum.