Vill beint flug frá Keflavík
Halldór Blöndal, 1. þingmaður Norðurlandskjördæmis eystra, fyrrverandi samgönguráðherra og forseti Alþingis, vill að tekið verði upp innanlandsflug frá Keflavík. Hann segir að nú sjái fyrir endann á vegagerð til Austurlands og gerð jarðganga til Siglufjarðar. Þess vegna sé nauðsynlegt að setja sér ný markmið og reyna að stytta leiðina frá Akureyri til Reykjavíkur. Þetta kemur fram á SkjáVarpi í dag.„Það rekur á eftir málinu að borgarstjóri Reykjavíkur hefur lýst því yfir skýrt og skorinort að hann hyggist leggja niður flugvöllinn í Reykjavík. Innanlandsflug frá Keflavík er vonlaust dæmi fyrir fram. Á hinn bóginn er kominn tími til þess að byggja upp beint flug þaðan út á land til þess að breikka grunn ferðaþjónustunnar. Til að byrja með mætti gera þetta einu sinni í viku, t.d. á fimmtudögum," segir Halldór vefritinu Íslendingi.
Halldór tekur sem dæmi hótelstjórann í Reynihlíð sem hafi náð góðum árangri í að ná til Mývatnssveitar breskum ferðamönnum utan háannatímans í helgarferðir, án viðdvalar í Reykjavík. Til þess að slík starfsemi geti vaxið þurfi að bæta tenginguna við alþjóðaflugið.
Eins og DV hefur greint frá hefur forseti Alþingis lagt fram þingsályktunartillögu ásamt fleiri sjálfstæðismönnum um að stytta landleiðina á milli Akureyrar og Reykjavíkur með því að ferðast um hálendið. Hringvegurinn milli Akureyrar og Reykjavíkur er nú 389 km. Með því að fara um
Arnarvatnshæðir myndi hann styttast um 70-80 km eftir því hvort farið er sunnan Blöndulóns eða á stíflu. ,,Ég efast um að nokkur vegagerð utan þéttbýlisstaða sé arðbærari en þessi, m.a. vegna hinna miklu þungaflutninga, fyrir utan aðra gagnsemi vegarins," segir Halldór.
Erna Hauksdóttir hjá Samtökum ferðaþjónustunnar vildi lítið tjá sig um þessar hugmyndir Halldórs þegar DV innti hana viðbragða. "Samtökin hafa ályktað um að rétt sé að innanlandsflugið verði áfram í Reykjavík en ég get ekki svarað hvort hægt væri að taka upp flug frá Keflavík einu sinni í viku eða svo. Það væri aðila sem sjá um tæknilega framkvæmd flugs og ferða innanlands að svara fyrir slíkt. Ugglaust er Halldór bara að slá fram þessari hugmynd svona til umræðu," sagði Erna. Hún vildi ekki heldur tjá sig um hálendisvegahugmyndir þingforsetans.
Halldór tekur sem dæmi hótelstjórann í Reynihlíð sem hafi náð góðum árangri í að ná til Mývatnssveitar breskum ferðamönnum utan háannatímans í helgarferðir, án viðdvalar í Reykjavík. Til þess að slík starfsemi geti vaxið þurfi að bæta tenginguna við alþjóðaflugið.
Eins og DV hefur greint frá hefur forseti Alþingis lagt fram þingsályktunartillögu ásamt fleiri sjálfstæðismönnum um að stytta landleiðina á milli Akureyrar og Reykjavíkur með því að ferðast um hálendið. Hringvegurinn milli Akureyrar og Reykjavíkur er nú 389 km. Með því að fara um
Arnarvatnshæðir myndi hann styttast um 70-80 km eftir því hvort farið er sunnan Blöndulóns eða á stíflu. ,,Ég efast um að nokkur vegagerð utan þéttbýlisstaða sé arðbærari en þessi, m.a. vegna hinna miklu þungaflutninga, fyrir utan aðra gagnsemi vegarins," segir Halldór.
Erna Hauksdóttir hjá Samtökum ferðaþjónustunnar vildi lítið tjá sig um þessar hugmyndir Halldórs þegar DV innti hana viðbragða. "Samtökin hafa ályktað um að rétt sé að innanlandsflugið verði áfram í Reykjavík en ég get ekki svarað hvort hægt væri að taka upp flug frá Keflavík einu sinni í viku eða svo. Það væri aðila sem sjá um tæknilega framkvæmd flugs og ferða innanlands að svara fyrir slíkt. Ugglaust er Halldór bara að slá fram þessari hugmynd svona til umræðu," sagði Erna. Hún vildi ekki heldur tjá sig um hálendisvegahugmyndir þingforsetans.