Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 18. júní 2003 kl. 09:10

Vill að Rockville verði rifið

Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins hefur óskað eftir því við Bandaríkjamenn að ratsjárstöðin Rockville á Miðnesheiði verði rifin. Að sögn Sturlu Sigurjónssonar, skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu, er ekki talið fullvíst hvort asbest hafi verið notað í byggingu hússins. Asbest leggst á öndunarfærin og getur við innöndun valdið lungnasjúkdómum eða krabbameini, en það gerist aðeins þegar efninu er raskað og trefjarnar fara á flug í andrúmsloftinu.,,Ekki hefur verið úr því skorið hvort það kunni að vera asbest í Rockville eins og kom í ljós á ratsjárstöðinni við Stokksnes, en þetta eru byggingar frá svipuðum tíma. Við viljum að byggingin verði rifin og svæðið hreinsað svo ekki hljótist skaði af henni ef hún fer í niðurníðslu," segir Sturla.

Frá 1999 var rekið kristilega meðferðarheimilið Byrgið í Rockville, en starfsemin flutti þaðan í byrjun júní. Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, segir asbesthættuna þar ekki mikla. ,,Það er kannski asbest á eins metra svæði í kringum ratsjárkúlurnar. Húsið hefur verið tekið í gegn áður og enginn dó," segir hann og kveðst ekki skilja hvers vegna Byrginu var vísað út. Meðferðarheimilið hefur nú aðsetur í Efri-Brú á Grímsnesi, fæðingarstað Tómasar Guðmundssonar skálds, en Guðmundur segir híbýlin þar of lítil.

Fréttablaðið greindi frá í morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024