Vill að frístundastyrkur Vogum verði hækkaður
Frístunda- og menningarnefnd Voga leggur það til að sett verði í fjárhagsáætlun að hækka frístundastyrk í sveitarfélaginu. Frístundastyrkurinn í Vogum var hækkaður um 50% á síðasta ári, en þrátt fyrir þá hækkun er hann lægstur á öllum Suðurnesjum.
Ákveðið var á síðasta fundi frístunda- og menningarnefndar að formaður nefndarinnar sendi bæjarstjóra atriði sem nefndin telur mikilvægt að hafa í huga við gerð fjárhagsáætlunar. Það hafi ótvírætt forvarnargildi fyrir börn og ungmenni að taka þátt í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi.