Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vill 500 milljóna lán
Mánudagur 6. október 2008 kl. 10:00

Vill 500 milljóna lán



Atvinnu- og hafnarráð hefur óskar eftir heimild bæjarstjórnar til að auka lántöku hjá HF Verðbréfum hf. um kr. 500 milljónir.  Það verði þó gert með þeim fyrirvara að kjör verði í samræmi við lánaútboð s.l. vor. Ástæðan er framkvæmdir við dýpkun Helguvíkurhafnar. Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum nú fyrir helgi.

Áætlað var að verja hátt í hálfum milljarði í framkvæmdir á vegum Reykjaneshafnar á þessu ári, samkvæmt því sem fram kom á framkvæmdaþingi Reykjanesbæjar á vordögum. Ljóst er að vegna fyrirhugaðra álversframkvæmda þarf að ráðast í umtalsverðar framkvæmdir í Helguvíkurhöfn.

Áætlanir gera ráð fyrir að dýpka u.þ.b. 250 þúsund rúmmetra og nota efnið í 150 metra langan sjóvarnargarð sem mun skýla nýjum 360 metra löngum viðlegukanti fyrir súráls- og gámaskip.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024