Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viljayfirlýsing undirrituð við tvo verktaka um uppbyggingu í Grindavík
Fimmtudagur 26. janúar 2006 kl. 18:48

Viljayfirlýsing undirrituð við tvo verktaka um uppbyggingu í Grindavík

Grindavíkurbær hefur gengið frá viljayfirlýsingu við tvo verktaka um hraða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæðis í bænum. Heimir og Þorgeir hf. og Grindin ehf. hafa bæði undirritað viljayfirlýsingu um að þeir taki að sér ákveðin svæði á nýskipulögðu svæði norðan Hópsbrautar í Grindavík í alverktöku og sjá um alla uppbyggingu í hverfinu þ.e. gatnagerð, gangstéttir, malbik lýsingu o. fl. auk þess að byggja og selja íbúðir.

Þetta er nýjung í uppbyggingarstarfi í Grindavík og er von bæjarins að með þessu megi flýta fyrir fjölgun íbúa og uppbyggingu á svæðinu en mikil eftirspurn er eftir íbúðarhúsnæði í bænum.

Mikil fjölgun hefur verið á fjölda íbúa í Grindavík á síðasta ári og eru þeir nú um 2700 talsins en fjölgun síðast árs var um 6% sem er með því mest sem gerist á landinu.Búast má við að fjölgun ársins 2006 verði ekki minni og fólksfjöldi fari yfir 3000 manns áður en langt um líður.

Mynd: frá vinstri Gunnar Smárason , Þorgeir Björgvinsson, Heimir Heimisson Ólafur Ö.Ólafsson bæjarstjóri, Hörður Guðbrandsson forseti bæjarstjórnar og Sigmar Eðvarðsson formaður bæjarráðs.

Af vef Grindavíkurbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024