Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Viljayfirlýsing undirrituð um uppbyggingu gagnavers í Grindavík
Miðvikudagur 26. maí 2010 kl. 11:58

Viljayfirlýsing undirrituð um uppbyggingu gagnavers í Grindavík


Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, undirritaði í gær viljayfirlýsingu við Titan Global ehf. og HS Orku hf. um uppbyggingu gagnavers í Grindavíkurbæ sem noti orku frá fyrirhuguðum jarðvarmavirkjunum í sveitarfélaginu. Markmið sveitafélagsins að efla atvinnuuppbyggingu, auka fjölbreytni starfa og stuðla að áframhaldandi uppbyggingu umhverfisvænnar starfsemi í sveitarfélaginu, segir í tilkynningu.
 
Titan Global ehf. er þróunarfélag um stofnun og rekstur umhverfisvænna gagnavera. Félagið býður viðskiptavinum sínum að hagnýta sér einstakar aðstæður á Íslandi fyrir náttúrlega kælingu og nýtingu endurnýjanlegarar orku.
Í tilkynningu frá samningsaðilum segir að mikil vakning sé meðal alþjóðlegra fyrirtækja í upplýsingatækniiðnaði að nota endurnýjanlega orku og lágmarka losun gróðurhúsaloftegunda í starfsemi sinni.  Undirritun viljayfirlýsingar við Grindavíkurbæ og HS Orku sé mikilvægt skref fyrir Titan Global til þess að geta boðið viðskiptavinum sínum upp á skýran valkost er mæti ítrustu kröfum um umhverfisvernd, afhendingaröryggi og hagkvæmni.
 
HS Orka mun sjá gagnaveri Titan Global í  Grindavík fyrir orku frá fyrirhuguðum stækkunum á jarðvarmavirkjunum félagsins sem og nýjum virkjanakostum í sveitarfélaginu.  
 
Í tilkynningunni segir að næsta skref í samstarfi Grindavíkurbæjar, HS Orku og Titan Global sé ákvörðun hentugrar lóðar í sveitarfélaginu, hönnun mannvirkja og nánari tímaáætlun um uppbyggingu gagnversins og afhendingu orku.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd - Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku, Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri Grindavíkur og Arnþór Halldórsson, stjórnarformaður Titan Globan ehf.