Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viljayfirlýsing um stjórnarsamstarf í Grindavík
Föstudagur 12. júní 2009 kl. 15:47

Viljayfirlýsing um stjórnarsamstarf í Grindavík

Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Vinstri Grænir í bæjarstjórn Grindavíkur hafa sent frá sér tilkynningu með eftirfarandi viljayfirlýsingu.
„Undirrituð gera með sér eftirfarandi samkomulag:

Bæjarfulltrúar B og S lista vilja áfram starfa að þeim velferða- og hagsmunamálum fyrir bæjarfélagið sem lagt hefur verið kapp á að vinna að frá því í júlí 2008. Bæjarfulltrúar Vinstri Grænna verja það stjórnarsamstarf og sammála þeim málefnasamningi sem B og S listi vinna eftir.

Það sem eftir er af kjörtímabilinu verða eftirtaldir fulltrúar þessara flokka í bæjarráði og bæjarstjórn:
Bæjarráð: Petrína Baldursdóttir, formaður út kjörtímabilið, Hörður Guðbrandsson tekur sæti í bæjarráði þar til 30. september n.k. Björn Haraldsson hefur seturétt sem áheyrnarfulltrúi þann tíma, en kemur inn sem atkvæðisbær fulltrúi frá og með 30. september. Hörður verður þá áheyrnafulltrúi út kjörtímabilið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Bæjarstjórn: Hörður Guðbrandsson verður forseti bæjarstjórnar út kjörtímabilið, aðrir fulltrúar eru: Petrína, Gunnar Már, Garðar og Björn.
Jóna Kristín verður ekki starfandi bæjarfulltrúi, en gegnir áfram starfi bæjarstjóra.

Fulltrúar Vinstri Grænna leggja áherslu á að fá menntaskóla til Grindavíkur á kjörtímabilinu, kaupa löndin Húsatóftir og Stað og tímasetja brotthvarf fjarskiptamastranna á Varnarsvæðinu frá byggðinni. Fulltrúar B og S lista taka undir þessi málefni.

Grindavík 12. júní 2009
Petrína Baldursdóttir (B)
Gunnar Már Gunnarsson (B)
Hörður Guðbrandsson (S)
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir (S)
Garðar Páll Vignisson (V)
Björn Haraldsson (V)“

Frá þessu er greint á www.grindavik.is þaðan sem myndin er einnig fengin.