Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 17. september 2002 kl. 11:38

Vilja verða fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Félög og deildir frá Reykjansbæ hafa orðið fyrst til þess að óska eftir því að fá útttekt á starfsemi sinni í kringum barna- og unglingastarf til þess að hljóta viðurkenninguna "Fyrirmyndarfélag ÍSÍ". Þetta kemur fram á vef ÍSÍ en alls bárust umsóknir frá 10 félögum/deildum innan Íþróttabandalags Reykjanesbæjar.
Félögin hafa unnið að því frá síðasta vetri að útbúa handbækur fyrir starfsemi sína með hliðsjón af þeim kröfum sem gerðar eru af ÍSÍ um fyrirmyndarfélög.Umsóknaraðilar eru:
Frá Keflavík: Körfuknattleiksdeild, knattspyrnudeild, fimleikadeild, sunddeild og Taekwondodeild.
Frá Njarðvík: Sunddeild, körfuknattleiksdeild.
Einnig hafa sótt um Hestamannafélagið Máni og Golfklúbbur Suðurnesja.

Nefnd á vegum ÍSÍ mun nú fara yfir allar umsóknir og taka út starfsemi hjá félögunum.

Frétt af vef Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024