Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja veglegt flýtifé fyrir Reykjanesbrautarverktaka
Miðvikudagur 9. apríl 2008 kl. 14:54

Vilja veglegt flýtifé fyrir Reykjanesbrautarverktaka

Áhugahópur um örugga Reykjanesbraut fagnar því að Vegagerðin ætli að aðskilja akstursstefnur á þeim köflum sem ekki hafa verið tvöfaldaðir. Hins vegar vill áhugahópurinn benda á að það sé enginn þjóðvegur á milli Reykjavíkur og Reykjanesbæjar á meðan þetta ástand varir á Reykjanesbraut. Það sé krafa Suðurnesjamanna að málum sé kippt strax í lag.

Steinþór Jónsson, talsmaður áhugahóps um örugga Reykjanesbraut, segir að first Vegagerðin hafi fengið eins hagstæð tilboð og raun ber í lokafrágang á tvöföldun Reykjanesbrautar, þá eigi Vegagerðin að veita myndarlegu flýtifé í verkið til að tryggja að tvöföldun brautarinnar verði lokið sem fyrst.

Þá sé það mjög alvarlegt hvað mörg slys hafi orðið á svo til sama staðnum á Reykjanesbraut við Vogaveg frá áramótum. Það sé forgangsmál hjá Vegagerðinni að tryggja að þessi kafli tvöföldunarinnar sé kláraður sem allta fyrst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024