Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja strangt eftirlit með framkvæmdum í Eldvörpum
Eldvörp.
Föstudagur 19. febrúar 2016 kl. 09:28

Vilja strangt eftirlit með framkvæmdum í Eldvörpum

- Búast við auknum ferðamannastraumi um svæðið í kjölfar umræðu

Umhverfis og ferðamálanefnd Grindavíkur segir að gera megi ráð fyrir að aukin umræða um Eldvörp leiði til aukinnar umferðar ferðamanna um svæðið. Svæðið er mjög viðkvæmt og því brýnt að þegar verði hafist handa við að skipuleggja stígagerð og gera aðrar þær ráðstafanir til að stýra umferð fólks um svæðið. Þetta kemur fram í bókun ráðsins í síðustu viku.

Nefndin leggur til að leitað verði ráðgjafar hjá Ómari Smára Ármannssyni, sem hefur kynnt sér svæðið manna best. Einnig vill nefndin árétta mikilvægi þess að aðilar á vegum Grindavíkurbæjar hafi mjög náið eftirlit með öllum framkvæmdum á svæðinu og fylgi því eftir að allar takmarkanir á umfangi borteiga séu virtar. Einnig að strangt eftirlit verði haft með þeim framkvæmdum sem óhjákvæmilega verða vegna uppbyggingar og styrkingar á vegum og slóðum á svæðinu.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024