Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Vilja strætóstoppistöð nær flugstöðinni
Mánudagur 26. september 2016 kl. 10:38

Vilja strætóstoppistöð nær flugstöðinni

Stoppistöð Strætó við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli er nokkra tugi metra frá inn- og útgöngum byggingarinnar og hafa óformlegar viðstæður staðið yfir á milli Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og Isavia frá árinu 2012 um að Strætó fái stæði nær. Fjallað var um málið á Vísi og í Fréttablaðinu um helgina.

Samgöngur Strætó á Suðurnesjum eru á forræði SSS og sótti stjórn sambandsins eftir því í lok maí að fá stæði við brottfarar- og komuinnganga flugstöðvarinnar. Á Vísi kemur fram að Isavia hyggist ekki taka ákvörðun um úthlutun rútustæða til SSS á Keflavíkurflugvelli vegna strætóferða fyrr en nýtt umferðarskipulag á svæðinu liggi fyrir.

Public deli
Public deli

Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri SSS, segir í samtali við Vísi að miklir hagsmunir séu í húfi fyrir sveitarfélögin á svæðinu en SSS var með einkaleyfi á akstri frá Flugstöðinni til Reykjavíkur þar til það var fellt úr gildi á sínum tíma. Sú leið gerði sambandinu kleift að reka samgöngukerfið á sjálfbæran hátt. Uppsafnaður halli af rekstri þess var 74 milljónir um síðustu áramót.