Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja setja upp mastur til vindorkurannsókna
Vindmyllur. Samsett mynd úr safni.
Fimmtudagur 6. október 2016 kl. 06:45

Vilja setja upp mastur til vindorkurannsókna

HS Orka hefur óskað eftir því við bæjaryfirvöld í Grindavík að setja upp 80 metra hátt mælimastur við Rauðamel vegna vindorkurannsókna.

Skipulagsnefnd Grindavíkur bendir á að mörkuð verði stefna í vindorkumálum í Grindavík í yfirstandandi vinnu við endurskoðun aðalskipulags Grindavíkurbæjar.

Skipulagsnefnd tekur jafnframt jákvætt í erindi HS Orku og að mælingar verði gerðar við Rauðamel en óskar eftir nákvæmari framkvæmdaleyfisgögnum. Einnig óskar nefndin eftir að fá að nýta gögn vegna mælinga við endurskoðun aðalskipulags bæjarins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024