ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Fréttir

Vilja rúmlega þrefalda fiskeldi að Kalmanstjörn á Reykjanesi
Föstudagur 18. mars 2022 kl. 08:29

Vilja rúmlega þrefalda fiskeldi að Kalmanstjörn á Reykjanesi

Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn um umhverfismatsskýrslu um stækkun fiskeldis Benchmark Genetics Iceland að Kalmanstjörn á Reykjanesi. Reykjanesbær gerir ekki athugasemd við umhverfismatsskýrsluna og telur að nægjanlega sé skýrt hvernig unnið verði að umhverfismati framkvæmdarinnar en framkvæmdin er byggingarleyfisskyld.

Benchmark Genetics Iceland hefur leyfi til framleiðslu á allt að 190 tonnum af laxi á ári í eldisstöðinni við Kalmanstjörn og hyggst auka framleiðsluna í 600 tonna hámarkslífmassa. Með framkvæmdinni getur fyrirtækið aukið hrognaframleiðslu í stöðinni. Áætlað er að auka þurfi vinnslu jarðsjávar á svæðinu um 700 l/s (ísalt vatn og jarðsjór) til að mæta framleiðsluaukningunni og grunnvatnsvinnsla vegna eldisins verði þá í heildina allt að 1.500 l/s meðalrennsli á ári. Áhrif aukinnar framleiðslu á laxi í eldinu við Kalmanstjörn og aukinnar vinnslu á grunnvatni þar eru metin óveruleg fyrir grunnvatn, jarðmyndanir og fornleifar. Áhrif á lífríki í fjörunni eru metin óveruleg til nokkuð neikvæð ef fráveitan verður áfram með núverandi fyrirkomulagi (kostur A) og áhrifin eru metin óveruleg ef fráveitan verður hreinsuð áður en eldisvatni er veitt í fjöruna (kostur B). Verði frárennsli hreinsað eru áhrif á fuglalíf metin óveruleg (kostur B) en óveruleg til nokkuð jákvæð verði fyrirkomulag fráveitunnar óbreytt frá því sem nú er (kostur A).


Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25