Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja reisa sumarhús í Leiru
Föstudagur 29. apríl 2005 kl. 11:23

Vilja reisa sumarhús í Leiru

Á fundi skipulags- og bygginganefndar Sveitarfélagsins Garðs síðastliðinn þriðjudag lagði Nýtt Hús ehf. fram umsókn um lóðir fyrir sumarhús við Gufuskála við Leiru.

Á heimasíðu sveitarfélagsins segir að nefndin hafi tekið vel í erindið og hafi óskað eftir frekari upplýsingum.

Fyrir nokkru var hugmynd um byggingu sumarhúsa í Leiru kynnt, en það voru VA-arkitektar sem settu þessa hugmuynd á blað.Samkvæmt þeim hugmyndum er gert ráð fyrir 12-20 sumarhúsum til útleigu,þar sem aðaláherslan er lögð á aðlaðandi umhverfi fyrir fjölskyldur.

Sumarhúsin myndu bjóða uppá heillandi útsýni út á hafið og fjallgarðana sem teygja sig inn í landið í fjarska.

Sigurður Jónsson, bæjarstjóri, segir á heimasíðunni að hann sé sannfærður um að ef sumarhúsabyggð verði að veruleika á þessu svæði verði hún afar vinsæl hjá landsmönnum og erlendum ferðamönnum að taka þá á leigu. Ekki skaði heldur að svæðið sé staðsett í næsta nágrenni við einn besta golfvöll landsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024