Vilja prófa hraunrennslisvarnir í Meradölum
Bæjarráð Grindavíkur leggur mikla áherslu á að þær aðstæður sem nú eru til staðar í Meradölum verði tafarlaust nýttar til að framkvæma prófanir á hraunrennslisvörnum að veittum tilskildum leyfum til framkvæmdanna.
Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur var gestur síðasta fundar bæjarráðs Grindavíkur til að fara yfir stöðuna varðandi eldgosið í Geldingadölum. Ljóst er að gosið er mjög vinsæll áfangastaður og enginn veit með nokkurri vissu hversu lengi það mun standa. Verða það nokkrar vikur? Mánuðir? Jafnvel ár?
Björn lagði fram á fundinum með bæjarráði minnisblað frá Verkís, Eflu og Háskóla Íslands um prófanir á hraunrennslisvörnum. Bæjarráð Grindavíkur leggur mikla áherslu á að þær aðstæður sem nú eru til staðar í Meradölum verði tafarlaust nýttar til að framkvæma prófanir á hraunrennslisvörnum að veittum tilskildum leyfum til framkvæmdanna.