Vilja njóta jafnræðis
Heimilislæknar óska nú eftir því að fá vinnufrið fyrir stöðugu áreiti heilbrigðisráðuneytsins til þess að geta sinnt þeirri frumskyldu sinni að sinna þörfum og væntingum landsmanna. ,,Það gengur ekki lengur að heilsugæslu- og heimilislæknar neyðist til að eyða svo miklum tíma í réttlætisbaráttu þegar þeir þurfa og verða að sinna skjólstæðingum sínum, sem eru þjóðin sem byggir þetta land,“ segir í yfirlýsingu frá læknunum.
Félag íslenskra heimilislækna furðar sig einnig á því að sama daginn og heilsugæslulæknar í Keflavík láta af störfum að loknum löglegum uppsagnarfresti sjái aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, Elsa Friðfinnsdóttir, ástæðu til að vega að starfsheiðri heimilislækna með ,,vafasömum fréttafluttingi í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins“.Í yfirlýsingunni segir:
Í útvarpsfréttinni segir að samkvæmt nýjum útreikningum heilbrigðisráðuneytsins kosti "úrskurður kjaranefndar vegna heimilislækna 400 milljónir króna" og að "kostnaðurinn dreifist á 200 lækna og þýðir að meðaltali um 2 milljónir króna launahækkun á hvern lækni á ári." Heimildarmaðurinn lætur ekki þar við sitja heldur er haft eftir honum að "ráðuneytið fyllyrði ennfremur að enginn lækki í launum eins og talsmenn lækna haldi fram." Ekki ríður smekkleysan við einteyming, heldur er haft eftir heimildarmanninum í sömu frétt "að þeir læknar sem hækki mest hækka um 60% og fá um 1.300 þúsund á mánuði sem eru tvöföld laun forsætisráðherra." Hvers vegna þarf heilbrigðisráðuneytið að draga forsætisráðherra inn í tilburði sína til að sverta ímynd heimilislækna?
FÍH hefur þegar lýst yfir að félagið dragi í efa fullyrðingar ráðuneytisins um áhrif úrskurðarins á launakjör heimilislækna. Útreikningar FÍH stangast verulega á útreikninga ráðuneytsins. FíH vill endurtaka að stjórn þess lýsir fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin og ítrekar enn einu sinni að eina lausnin félst í því að heimilislæknum verði búin sömu starfs- og launakjör og aðrir sérmenntaðir lækna í landinu njóta. ,,Þetta er ekki launabarátta, þetta er réttindabarátta. Heimilislæknar óska aðeins eftir því að njóta jafnræðis við aðra lækna," segir í yfirlýsingunni.
Félag íslenskra heimilislækna furðar sig einnig á því að sama daginn og heilsugæslulæknar í Keflavík láta af störfum að loknum löglegum uppsagnarfresti sjái aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, Elsa Friðfinnsdóttir, ástæðu til að vega að starfsheiðri heimilislækna með ,,vafasömum fréttafluttingi í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins“.Í yfirlýsingunni segir:
Í útvarpsfréttinni segir að samkvæmt nýjum útreikningum heilbrigðisráðuneytsins kosti "úrskurður kjaranefndar vegna heimilislækna 400 milljónir króna" og að "kostnaðurinn dreifist á 200 lækna og þýðir að meðaltali um 2 milljónir króna launahækkun á hvern lækni á ári." Heimildarmaðurinn lætur ekki þar við sitja heldur er haft eftir honum að "ráðuneytið fyllyrði ennfremur að enginn lækki í launum eins og talsmenn lækna haldi fram." Ekki ríður smekkleysan við einteyming, heldur er haft eftir heimildarmanninum í sömu frétt "að þeir læknar sem hækki mest hækka um 60% og fá um 1.300 þúsund á mánuði sem eru tvöföld laun forsætisráðherra." Hvers vegna þarf heilbrigðisráðuneytið að draga forsætisráðherra inn í tilburði sína til að sverta ímynd heimilislækna?
FÍH hefur þegar lýst yfir að félagið dragi í efa fullyrðingar ráðuneytisins um áhrif úrskurðarins á launakjör heimilislækna. Útreikningar FÍH stangast verulega á útreikninga ráðuneytsins. FíH vill endurtaka að stjórn þess lýsir fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin og ítrekar enn einu sinni að eina lausnin félst í því að heimilislæknum verði búin sömu starfs- og launakjör og aðrir sérmenntaðir lækna í landinu njóta. ,,Þetta er ekki launabarátta, þetta er réttindabarátta. Heimilislæknar óska aðeins eftir því að njóta jafnræðis við aðra lækna," segir í yfirlýsingunni.