Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vilja lengri opnunartíma sundlauga um helgar
Mánudagur 28. júlí 2014 kl. 09:13

Vilja lengri opnunartíma sundlauga um helgar

- Yfir sumartímann á Suðurnesjum

Allnokkrir íbúar á Suðurnesjum hafa látið í ljós óánægju með opnunartíma á Sundlaugum á svæðinu um helgar. Þá er opið til klukkan 18:00 en það þykir mörgum vera of knappur tími. Á vefnum Reykjanesbær - Gerum góðan bæ betri segir einn íbúinn að sér þyki undarlegt að ekki skuli ein einasta sundlaug á Suðurnesjum vera opin eftir klukkan 18:00 um helgar á sumrin. Mikið af fólki hér á svæðinu vinni vaktarvinnu og því myndi lengri opnunartími henta fjölda fólks. Íbúinn spyr svo hvort fleiri myndu nýta sér breyttan opnunartíma en fjölmargir virðast vilja það. Þeirra á meðal er Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins, en hún er þeirrar skoðunar að opið skuli vera til 22:00 á kvöldin á sumrin.

Í Reykjavík eru nokkrar laugar opnar lengur um helgar en sem dæmi má nefna að Laugardalslaug er opin til klukkan 22:00 um helgar, nokkrar aðrar til kl. 19 og 20.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024