Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja leita að gulli á vatnsverndarsvæði
Mánudagur 22. febrúar 2016 kl. 14:53

Vilja leita að gulli á vatnsverndarsvæði

- mikið af viðkvæmum svæðum á leitarsvæðinu, segir Skipulagsnefnd Grindavíkur

Orkustofnun hefur sent bæjaryfirvöldum í Grindavík beiðni um umsögn vegna umsóknar frá Iceland Resources ehf. í Reykjanesbæ um rannsóknarleyfi á nokkrum svæðum á Íslandi, þ.a.m svæði „EL 01“ á Reykjanesi til leitar að gulli. Umrætt svæði er innan Grindavíkur.

Skipulagsnefnd Grindavíkur telur ekki líklegt að bætt verði inn nýjum námum í aðalskipulagi Grindavíkur. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að sækja beri um framkvæmdaleyfi fyrir öllum framkvæmdaleyfisskyldum framkvæmdum tengdum verkinu sbr. reglugerð um framkvæmdaleyfi.

Innan svæðisins „EL 01“ er mikið af viðkvæmum svæðum m.a. svæði á náttúruminjaskrá, vatnsverndarsvæði, nútímahraun ofl.

Skipulagsnefnd Grindavcíkur ítrekar að utanvegaakstur er með öllu óheimill og leggur til við Orkustofnun að erindi Iceland Resources ehf. verði sent Reykjanes Geopark til umsagnar á öllum stigum málsins. Málinu var einnig vísað til umhverfisnefndar Grindavíkurbæjar.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024