Samkaup hluthafafundur
Samkaup hluthafafundur

Fréttir

Vilja Landhelgisgæsluna til Suðurnesja
Í ályktuninni segir að Landhelgisgæslan sé með umfangsmikla starfsemi á Suðurnesjum og þúsundir fermetra af vannýttu húsnæði.
Miðvikudagur 15. febrúar 2017 kl. 06:00

Vilja Landhelgisgæsluna til Suðurnesja

Fjórir þingmenn lögðu fram þingsályktunartillögu síðasta fimmtudag um að dómsmálaráðherra hefji flutning Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar. Flutningsmenn tillögunnar eru Silja Dögg Gunnarsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Oddný G. Harðardóttir. Tillagan hefur verið lögð fram fimm sinnum áður.

Í ályktuninni segir að umræða um flutning Landhelgisgæslunnar í rúmgott og hentugt húsnæði á öryggissvæði á Keflavíkurflugvelli hafi staðið um nokkurra missera skeið. Flutningsmenn tillögunnar telja að fjölmargir kostir myndu fylgja flutningnum þar sem Landhelgisgæslan sé nú þegar með umfangsmikla starfsemi á svæðinu og þúsundir fermetra af vannýttu húsnæði. „Það fylgir því mikil hagræðing að hafa alla starfsemina á einum stað og þjónusta og öryggi munu einnig aukast þar sem viðbragðstími Landhelgisgæslunnar styttist með því að færa alla starfsemi hennar á einn stað, þó það útiloki ekki að starfsstöðvar verði í öðrum landshlutum. Einnig mun flugfloti gæslunnar komast í gott framtíðarhúsnæði sem uppfyllir öryggisstaðla,“ segir í þingsályktuninni. Þá er þess getið að á svæðinu sé góð hafnaraðstaða í Njarðvíkurhöfn, Keflavíkurhöfn og Helguvíkurhöfn. Njarðvíkurhöfn geti strax tekið við skipaflota Landhelgisgæslunnar og Helguvíkurhöfn komi einnig til greina enda hafi varðskipin reglulega viðkomu þar. Staðsetning hafna út frá öryggissjónarmiðum myndi batna frá því sem nú er þar sem styttra yrði fyrir varðskipin að komast út á aðalstarfssvæði Landhelgisgæslunnar, hafsvæðið í kringum Ísland.

Bílakjarninn
Bílakjarninn