Vilja koma fyrir sex jarðskjálftamælum á Reykjanesi
ÍSOR hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu á sex jarðskjálftamælum á Reykjanesi í landi Grindavíkur.
Mælarnir verða settir austan við Lágafell skammt frá Árnastíg, austan við Sundvörðuhraun skammt frá Árnastíg, við Rauðhól vestan við Eldvörp, í Lágum austan við Þórðarfell, við Borgarfjall skammt frá Sandakrastíg og í Litla-Skógfell.
Skipulagsnefnd Grindavíkurbæjar leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt með fyrirvara um leyfi landeiganda og að gert verði grein fyrir hvernig uppsetning fer fram án þess að utanvegaakstur eigi sér stað.