Vilja kaupa 4900 ruslatunnur með loki og hjólum!
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja hefur óskað eftir tilboðum í 4900 ruslatunnur. Tunnurnar skulu vera úr plasti og hafa bæði lok og hjól. Þá skulu tunnurnar rúma 240 lítra.Sorpeyðingarstöðin segir að tunnurnar skuli afhendast í Reykjanesbæ í síðasta lagi 24. júní í sumar og að tilboð í tunnurnar skuli berast í síðasta lagi hinn 18. mars nk.
Í sumar verður sem sagt hætt að nota sorppoka á Suðurnesjum og þess í stað keyra öskukarlarnir tunnur til og frá húsum svæðisins. Nú þegar eru tunnur notaðar í Grindavík.
Í sumar verður sem sagt hætt að nota sorppoka á Suðurnesjum og þess í stað keyra öskukarlarnir tunnur til og frá húsum svæðisins. Nú þegar eru tunnur notaðar í Grindavík.