Vilja kalt í krana frá Sandgerði
Íbúar í Flankastaðahverfi norðan Sandgerðisbæjar hafa sent erindi til bæjarins þar sem farið er fram á að hverfið verði tengt við dreifikerfi bæjarins fyrir kalt vatn.
Kaldavatnsvæðing Flankastaðahverfis var tekin fyrir á fundi húsnæðis,- skipulags- og byggingaráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 21. febrúar en ráðið vísar málinu til bæjarstjórnar til frekari afgreiðslu. Bæjarráð hefur óskað eftir frekari upplýsingum um málið áður en það er tekið til afgreiðslu.