Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja Garðmenn í rekstur náttúrustofu
Föstudagur 2. nóvember 2012 kl. 10:09

Vilja Garðmenn í rekstur náttúrustofu

Sandgerðisbær hefur sent Garðmönnum beiðni, þar sem þess er farið er á leit að Sveitarfélagið Garður og önnur sveitarfélög innan Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum taki þátt í rekstri Náttúrustofu Reykjaness, sem staðsett er í fræðasetrinu í Sandgerði.

Framlag ríkisins til rekstrarins er 14,8 milljónir króna og hlutur sveitarfélaga 4,5 milljónir.

Bæjarráð Garðs tekur vel í erindið en telur eðlilegt að það fái umfjöllun stjórnar SSS í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar. Erindið var samþykkt samhljóða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024