Fréttir

Vilja fylgjast með loftgæðum á Rosmhvalanesi
Sandgerðingar vilja að fylgst sé með loftgæðum á Rosmhvalanesi. Hér má sjá öskuský yfri Reykjanesskaganum.
Fimmtudagur 20. nóvember 2014 kl. 13:13

Vilja fylgjast með loftgæðum á Rosmhvalanesi

Bæjarstjóranum í Sandgerði hefur verið falið að senda viðeigandi ríkisstofnunum erindi þess efnis að setja upp loftgæðamælingar við veðurratsjá á Miðnesheiði til að fylgjast með loftgæðum á Rosmhvalanesi.

Ólafur Þór Ólafsson bæjarfulltrúi lagði fram erindið í byrjun mánaðarins. Bæjarstjóra er falið að vinna í málinu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024