Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja frí skólagögn í Grindavík
Miðvikudagur 17. ágúst 2016 kl. 11:06

Vilja frí skólagögn í Grindavík

Fræðslunefnd Grindavíkur vill skoða möguleika á að sveitarfélagið leggi út fyrir kostnaði við skólagögn

Fræðslunefnd Grindavíkur hefur lagt til við bæjarráð sveitafélagsins að skoða möguleika á að verða við tilmælum um frían grunnskóla þannig að sveitarfélagið leggi út fyrir kostnaði við ritföng og önnur gögn fyrir nemendur og stuðli þannig að enn meiri jöfnuði meðal nemenda í Grindavík. Með hagstæðum innkaupum og samnýtingu megi þannig minnka heildarkostnað við kaupin þegar upp er staðið.

Þannig tekur fræðslunefnd í sama streng og Samband sveitarfélaga sem lagði til í vor að sveitarfélög skoði kostnað fjölskyldna vegna námsgagna. Fræðslunefnd vakti einnig athygli á því að Velferðarvaktin telur að kostnaðarþátttaka foreldra, vegna ritfanga og annarra gagna vegna skólagöngu barna, upp á tugi þúsunda króna samrýmist hvorki anda Barnasáttmálans né grunnskólalaganna. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sandgerðingar tóku upp þessa leið nú fyrir skömmu og vakti það nokkra athygli.