Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja fresta ritun sögu Keflavíkur
Meðal tillagna sem samþykktar voru á 25 ára afmælisfundi Reykjanesbæjar 2019 var ritun sögu Keflavíkur. Minnihlutinn í bæjarstjórn undir forystu sjálfstæðismanna lagði til að ritun hennar yrði frestað.
Þriðjudagur 12. janúar 2021 kl. 11:12

Vilja fresta ritun sögu Keflavíkur

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ lögðu fram tillögu á fundi bæjarstjórnar 5. janúar um að ritun sögu Keflavíkur verði slegið á frest um eitt ár. Tillagan hlaut ekki brautargengi og var hún felld með 6 atkvæðum Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar gegn fimm atkvæðum Sjálfstæðisflokks, Frjáls afls og Miðflokks.

Í bókun með tillögunni segir:
„Á fundi bæjarráðs þann 10. desember voru lagðar fram nokkrar viðbætur við fjárhagsáætlun og þar á meðal var framlag í umrætt verkefni. Fulltrúar minnihlutans ræddu þann möguleika að fresta ritverkinu og fékk það ekki hljómgrunn meirihlutans. Þar sem meirihlutinn í Reykjanesbæ og nú síðast hinn ópólitíski bæjarstjóri hafa fullyrt það í ræðu og riti að engar hagræðingartillögur hafi borist frá minnihlutanum í fjárhagsáætlanagerðinni er tillaga um að fresta ritun sögu Keflavíkur nú lögð fram.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í máli bæjarstjóra á fundinum í síðustu viku kom fram að búið væri að ráða ritstjóra í verkið og setja fram tímaáætlun. Bæjarstjórn samþykkti á 25 ára afmælisfundi sínum 2019 að fara í ritun sögu Keflavíkur.  

Meira er fjallað um fjörlegar umræður á bæjarstjórnarfundi 5. janúar í blaði vikunnar sem kemur út rafrænt að kvöldi 12. jan. og í prenti 13. janúar.