Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vilja frekari uppbyggingu í öldrunarmálum í Garðinum
Sunnudagur 23. febrúar 2003 kl. 15:29

Vilja frekari uppbyggingu í öldrunarmálum í Garðinum

Hreppsnefnd Gerðahrepps leggur áherslu á að þau sveitarfélög sem standa að rekstri Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum nái samkomulagi hið fyrsta um að hefja undirbúning og framkvæmdir að frekari uppbyggingu íbúða aldraðra og þjónusturýmis sem tengist Garðvangi, þjónustulega. Þetta segir í tillögu meirihluta hreppsnefndar Gerðahrepps sem samþykkt var samhljóða á síðasta fundi hreppsnefndarinnar í Garði.Þá segir: Hreppsnefnd Gerðahrepps bendir á framkomnar upplýsingar í fundargerð þjónustuhóps aldraðra frá 16.01.03, sem sýnir brýna þörf fyrir þjónustuhúsnæði og hjúkrunarrými.” Tillagan var samþykkt samhljóða.

Myndin: Bygging íbúða fyrir eldri borgara í nágrenni Garðvangs í Garði stendur nú yfir. Mynd: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024