Vilja fasteignagjöld af mannvirkjum í Helguvík
Landakaupanefnd Sveitarfélagsins Garðs fjallaði um lóðir innan Helguvíkursvæðisins, sem eru í eigu ríkisins, á síðasta fundi sínum.
Nefndin segir að þar sem mannvirki innan varnarsvæðis hafa verið notuð til borgaralegra nota á undanförnum árum leggur nefndin til að Sveitarfélagið Garður hefji innheimtu á fasteignagjöldum af tilteknum mannvirkjum.