Vilja fá að leigja Reykjanesvita
Bæjarráð Reykjanesbæjar óskar eftir því við Vegagerðina að leigja Reykjanesvita og fá heimild til að framleigja hann. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs frá fundi þeirra þann 26. október síðastliðinn.
Reykjanesviti og Reykjanesið er vinsælt meðal ferðamanna, bæði erlendra og innlendra, en náttúruperlur á svæðinu heilla mikið, svo sem Gunnuhver, Brimketill og Brúin á milli heimsálfa.