Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 21. febrúar 2000 kl. 10:44

Vilja endurbyggja prestbústaðinn við Útskála

Bæjarráð Sandgerðisbæjar skorar á Prestsetrasjóð, að standa við fyrri ákvörðun og gefin loforð um að endurbyggja prestbústaðinn að Útskálum. Ráðið skorar jafnframt á þingmenn kjördæmisins að taka málið upp við fagráðherra og að þeir fylgi málinu eftir þannig að niðurstaða fáist í uppbyggingu á húsnæðinu. „Útskálar er hvoru tveggja í senn 110 ára sögulegt hús og íverustaður fyrir sóknarprest Gerðahrepps og Sandgerðisbæ“, segir í bókun bæjarráðs um málið og það segir sig sjálft að svo merkilegt hús má alls ekki láta grotna niður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024