Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja eldað á staðnum
Miðvikudagur 19. ágúst 2015 kl. 09:31

Vilja eldað á staðnum

– 23 eldri borgarar í Vogum á undirskriftalista til bæjarráðs Voga

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga tók í morgun fyrir undirskriftarlista með undirritun 23 eldri borgara sem búsettir eru í sveitarfélaginu. Þar kemur fram beiðni um að framvegis verði máltíðir í Álfagerði matreiddar á staðnum.

Að auki er þeim tilmælum beint til bæjarstjórnar að kannaðir verði möguleikar á að veita þessa þjónustu alla daga ársins.

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur falið bæjarstjóra að vinna að frekari skoðun málsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024