Vilja ekki gelda í Grindavík
Dýraverndunarfélagið Villikettir hefur óskað eftir samstarfi við Grindavíkurbæ og viðurkenningu á aðferðafræði sinni sem kennd er við TNR (Trap-Neuter-Return) eða Fanga-Gelda-Skila. Erindi félagsins um beiðni um samstarf um föngun og merkingu villikatta var tekið fyrir á síðasta fundi bæjarráðs Grindavíkur.
Jafnframt lagt fram minnisblað Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja um TNR aðferðafræðina. Bæjarráð Grindavíkur þakkar Dýraverndunarfélaginu Villiköttum fyrir erindið en hafnar þátttöku í verkefninu að þessu sinni.