Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vilja ekki gagnaver í Helguvík vegna hávaða
Töluverður hávaði eða hvinur er frá gagnaverum og því vilja skipulagsyfirvöld að þau séu öll á einum stað - á Fitrjum í Reykjanesbæ. VF-mynd: Hilmar Bragi
Fimmtudagur 5. júlí 2018 kl. 09:19

Vilja ekki gagnaver í Helguvík vegna hávaða

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur rökstutt ákvörðun sína um að hafna byggingu gagnavera á lóðum iðnaðarsvæðisins í Helguvík. „Töluverður hávaði eða hvinur berst frá þessari starfsemi,“ segir ráðið og vill af þeim sökum hafa starfsemina alla á einum stað við Sjónarhól eða Vogshól á Fitjum.
Sótt var um lóðirnar Selvík 23 og Hvalvík 14 til þess að reka þar gagnaver. Umhverfis- og skipulagsráð hafnaði umsóknunum en Reykjaneshöfn sendi fyrirspurn til ráðsins og óskaði eftir rökstuðningi fyrir höfnun umsóknanna.
 
„Eins og kemur fram í aðalskipulagi, þá er stefna Reykjanesbæjar sú að gagnaverum sé komið fyrir við Sjónarhól eða Vogshól. Það svæði var sérstaklega útbúið fyrir slíka starfsemi. Reynslan hefur sýnt að full ástæða er til að hvika ekki frá þeirri stefnu vegna þess að töluverður hávaði eða hvinur berst frá þessari starfsemi. Hvinurinn er undir viðmiðunarmörkum heilbrigðisreglugerðar og skilmálum skipulags en virkar truflandi fyrir íbúa í Tjarnahverfi en unnið er að úrbótum. Þar sem lóðirnar við Hvalvík og Selvík eru í sambærilegri fjarlægð frá íbúðabyggð og lóðirnar við Sjónarhól, utan að umferðarhávaði frá Reykjanesbraut skermar ekki hvininn, leggst umhverfis- og skipulagsráð gegn því að sambærilegri starfsemi sé komið fyrir víðar í bæjarfélaginu en nú er, nema önnur og hljóðlátari kælitækni komi til,“ segir umhverfis- og skipulagsráð í svari til Reykjaneshafnar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024