Vilja ekki að aukinn hámarkshraði verði skattlagður
- Bæjarráð Reykjanesbæjar sér ýmsa annmarka á hugmyndum Samgöngufélagsins.
Bæjarráð Reykjanesbæjar sér ýmsa annmarka á hugmyndum Samgöngufélagsins um flýtifjármögnun framkvæmda við Reykjanesbraut með hækkun hámarkshraða og valkvæðum veggjöldum, en vísar málinu til frekari skoðunar hjá umhverfis-og skipulagssviði.
Umhverfis-og skipulagsráð getur ekki tekið undir tillögur Samgöngufélagsins þar sem rætt er um valkvæð veggjöld með sérstökum hraðamælingum. Í fyrsta lagi þarf að kanna hvor Reykjanesbraut ber þennan hraða og í öðru lagi er ekki til umræðu að mæla með frekari skattlagningu á bifreiðaeigendur. Ráðið styður heilshugar við fullnaðarfrágang Reykjanesbrautar en getur ekki mælt með því að fullnaðarfrágangi verði mætt með frekari álögum á bifreiðaeigendur.
Verið er að bíða eftir upplýsingum Vegagerðarinnar um hvort ekki teljist óhætt að hækka ökuhraða í 110/km á klst að uppfylltum skilyrðum um öryggi o.fl. og hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að svo megi verða. Auk þess er beðið eftir að ný umferðarlög verði samþykkt á Alþingi sem heimili allt að 110 km hraða, en hámarkshraði samkvæmt gildandi umferðarlögum er 90 km á klst.
Umfjöllun um málið á Samgönguvefnum