Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja einnig sjá jarðstreng í tillögum Landsnets
Þriðjudagur 31. júlí 2007 kl. 13:38

Vilja einnig sjá jarðstreng í tillögum Landsnets

Fyrirhugað er að leggja rafmagnslínur vegna aukinnar orkunotkunar á Suðurnesjum um land Stóru-Vatnsleysu en eins og fram hefur komið er landeigandi ósáttur við aðalskipulagstillögu sveitarfélagsins Voga, sem hann segir ætla að friðlýsa allt svæðið.

Í skipulagstillögunni, sem nú er til umfjöllunar,  er ekki gert ráð fyrir umræddum rafmagnslínum, sem hugsanlega verða lagðar frá fyrirhuguðu virkjanasvæði í Krýsuvík í spennuvirki sem reist verður í Trölladyngju og þaðan áfram í gegnum umrætt landsvæði í átt að Strandarheiði.

Birgir Örn Ólafsson, forseti bæjarstjórnar í Vogum, segir þetta ekki þýða að verið sé að hafna lagningu rafmagnslínu um þetta svæði þar sem það falli undir svokallaða hverfisvernd.  Birgir segir nánari útfærslu á lagninu línunnar ekki liggja fyrir ennþá, Landsnet hafi kynnt ákveðna kosti en þar sé ekki jarðstreng að finna eins og bæjaryfirvöld hefðu einnig viljað sjá í tillögunum.

Sjá nánar í Víkurfréttum á fimmtudaginn.

Mynd: Geldingarhnappur í hlíðum Trölladyngju. Keilir í baksýn. Ljósm: elg.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024