Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja efla þekkingu á framleiðslu vetnis og annars rafeldsneytis
Helguvíkurhöfn.
Miðvikudagur 5. apríl 2023 kl. 06:38

Vilja efla þekkingu á framleiðslu vetnis og annars rafeldsneytis

Íslensk NýOrka ehf. hefur sent stjórn Reykjaneshafnar erindi þar sem kannaður er áhugi sveitarfélaga, hafnaryfirvalda og fleiri til kynnisferðar erlendis þar sem aðstæður við og til framleiðslu vetnis og annars rafeldsneytis væru skoðaðar. Fyrir liggur að mikill áhugi er á framleiðslu rafeldsneytis í tengslum við þau orkuskipti sem stefnt er að á komandi árum, bæði hérlendis og erlendis, en í því felst að leggja af notkun jarðefnaeldsneytis og taka upp aðra orkugjafa. Hafa nokkrir aðilar sýnt áhuga á framleiðslu slíkra orkugjafa á iðnaðarsvæðunum upp af Helguvíkurhöfn.

Stjórn Reykjaneshafnar telur rétt að sviðsstjóri atvinnu- og hafnamála Reykjanesbæjar fari í viðkomandi kynnisferð til að efla þekkingu innan sveitarfélagsins á þessum málum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024