Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja efla rekstur Saltfisksetursins
Þriðjudagur 20. apríl 2010 kl. 09:10

Vilja efla rekstur Saltfisksetursins


Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti nýverið að kaupa húsnæði Saltfisksetursins fyrir 160 milljónir króna. Saltfisksetrið var stofnað árið 2002 en Grindavíkurbær ásamt fyrirtækjum í bænum  stóðu að byggingu safnsins sem jafnframt er upplýsingamiðstöð ferðamanna.
Saltfisksetrið er sjálfeignarstofnun og hefur verið rekin með töluverðu tapi undanfarin Ár. Að sögn Ólafs Arnar Ólafssonar, bæjarstjóra hefur bæjarfélagið borgað af lánum setursins. Með kaupunum muni bærinn eignast húsið og lána það síðan undir setrið. Með því verði létt á skuldastöðu og fjárhag seturins.
Saltfisksetrið er sjálseignarstofnun, aðskilin frá rekstri bæjarins og með sjálfstæðri stjórn. Að sögn Ólafs hefur stjórnin áhuga á að efla rekstruinn með nýtingu nýrra sóknarfæra í því skyni að afla stofnuninni meiri tekna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024