Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja efla norrænt samstarf
Fimmtudagur 8. janúar 2015 kl. 09:31

Vilja efla norrænt samstarf

- Norræna félagið í Grindavík endurvakið á laugardaginn

Norræna félagið í Grindavík verður endurvakið nk. laugardag kl. 11:00  en þá verður aðalfundur þess í Kvikunni í Grindavík. Tilgangur félagsins er að efla norrænt samstarf á öllum sviðum samfélagsins, efla frið og skilning Norðurlandaþjóðanna á milli og þeirra og annarra þjóða út á við. Hugmyndir af ýmsum skemmtilegum verkefnum liggja fyrir. Allir sem sem hafa áhuga á norrænu samstarfi eru velkomnir á fundinn.

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að stuðla að samskiptum milli einstaklinga, félagsdeilda og byggðarlaga og við systurfélög sín á Norðurlöndum innan vébanda Sambands Norrænu félaganna (Foreningerne Nordens Forbund, FNF) í samstarfi við Norræna félagið á Íslandi.

Nánar á vef Grindavíkurbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024