Vilja draga úr atvinnuleysi kvenna
Félagsmálaráðuneytið hefur auglýst styrki til atvinnumála kvenna en í ár hefur ráðuneytið heimild til að úthluta 20 milljónum króna til þessa málaflokks.
Tilgangur styrkveitinganna er m.a. að auka fjölbreytni í atvinnulífi, efla atvinnutækifæri á landsbyggðinni, auðvelda aðgang kvenna að fjármagni og draga úr atvinnuleysi meðal kvenna. Forgangs njóta nýsköpunarverkefni sem þykja líkleg til að fjölga atvinnutækifærum kvenna.
Nánari upplýsingar um skilyrði fyrir umsóknum og umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu vinnumálastofnunar www.vinnumalastofnun.is eða hjá Helgu Sigrúnu á skrifstofu MOA, Hafnargötu 57, Keflavík. Umsóknarfrestur er til 21. mars 2001.
Tilgangur styrkveitinganna er m.a. að auka fjölbreytni í atvinnulífi, efla atvinnutækifæri á landsbyggðinni, auðvelda aðgang kvenna að fjármagni og draga úr atvinnuleysi meðal kvenna. Forgangs njóta nýsköpunarverkefni sem þykja líkleg til að fjölga atvinnutækifærum kvenna.
Nánari upplýsingar um skilyrði fyrir umsóknum og umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu vinnumálastofnunar www.vinnumalastofnun.is eða hjá Helgu Sigrúnu á skrifstofu MOA, Hafnargötu 57, Keflavík. Umsóknarfrestur er til 21. mars 2001.