Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja bjóða norrænum vinum til móts
Miðvikudagur 24. október 2012 kl. 16:39

Vilja bjóða norrænum vinum til móts

Á fundi ferða-, safna- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Garðs á dögunum kom norrænt samstarf til umfjöllunar. Í..

Á fundi ferða-, safna- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Garðs á dögunum kom norrænt samstarf til umfjöllunar. Í kjölfar á bréfi sem bæjarráði Garðs barst á dögunum um norrænt samstarf og var vísað til ferða-, safna- og menningarnefndar var ákveðið eftir umræður í nefndinni að mæla með því að Sveitarfélagið Garður bjóði vinabæjum sínum á hinum Norðurlöndunum til Norrænna daga eða vinabæjamóts í júní 2014.

Nefndin hvetur til að bréf með þessu erindi verði sent hið fyrsta til vinabæjanna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024