Vilja bara vera í beinni en ekki geyma upptöku
Bæjarráð Grindavíkur leggur til við bæjarstjórn að eingöngu verði um útsendingu að ræða frá bæjarstjórnarfundum á meðan á fundi stendur en ekki að upptaka verði geymd á veraldarvefnum.
Upptökur á bæjarstjórnarfundum voru til umræðu á síðasta fundi bæjarrás sem haldinn var 5. mars sl. Málið er lagt fyrir af forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs.
Upptökur af síðustu fundum bæjarstjórnar Grindavíkur má nálgast á Youtube-efnisveitunni undir Sjónvarp Grindavík.
Fulltrúi U-listans bókaði og telur að upptaka ætti að lifa að minnsta kosti að næsta bæjarstjórnarfundi til þess að fleiri hefðu tök á að sjá útsendinguna.
Sjónvarpsrás Grindavíkurbæjar á Youtube-efnisveitunni.