Vilja bætta umgengni inn í útboðslýsingu
Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs fer þess á leit við Sorpeyðingarstöð Suðurnesja að bættri umgengni verði bætt inn í útboðslýsingu vegna þjónustusamnings um sorphirðu á Suðurnesjum.
Varðandi 3. mál fundargerðar Sorpeyðinarstöðvar Suðurnesja frá 10. nóvember um útboð vegna þjónustusamninga, staða mála, vill bæjarráð Garðs að tekið verði fram í útboðslýsingu um bætta umgengni við frágang og losun sorpíláta. Dæmi eru um að sorpílát séu ekki sett á sinn stað og frágangur þeirra losaralegur, að því að fram kemur í fundargerð bæjarráðs Garðs.