Vilja bæta merkingar við Leifsstöð
Sveitarstjórnarmenn og þingmenn Reykjaneskjördæmis hafa farið fram á við Vegagerð ríkisins að merkingar á Reykjanesbraut að og við Flugstöð Leifs Eiríkssonar verði bættar. Málið er í skoðun hjá embætti vegamálastjóra sem fullyrðir að niðurstaða verði komin fyrir næsta vor áður en ferðamannatíminn hefst að nýju.
Hjálmar Árnason (B) þingmaður Reykjaneskjördæmis og varaformaður Samgöngunefndar, ritaði Helga Hallgrímssyni Vegamálastjóra bréf þann 5. nóvember sl. Í bréfinu kemur m.a. fram að sveitarstjórnarmenn í Garði og Sandgerði óski eftir að komið verði upp þjónustuskiltum við Rósaselstorg þar sem vísað er á bæjarfélögin með skírskotun í hvaða þjónusta er þar fyrir hendi.
Farið er fram á að komið verði upp svæðakorti af Suðurnesjum á Reykjanesbraut og við Flugstöðina, þar sem ferðlangar geta séð hvar þeir eru staddir og hvaða leiðir liggja frá þeim stað. Sveitastjórn Vatnsleysustrandarhrepps veku athygli á að skynsamlegt væri að benda hjólreiðafólki á gamla þjóðveginn eftir Vatnsleysuströnd sem heppilegan valkost.
„Málið er í skoðun hjá okkur og hjá þjónustudeildinni sem sér um skiltagerð og uppsetningar. Svona mál taka gjarnan nokkuð langan tíma því það þarf að skoða margt í kringum þetta, t.d. hvernig þetta samræmist því sem menn hafa gert annars staðar á landinu. Við verðum allavega búnir að taka afstöðu fyrir næsta vor“, segir Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri.
Hjálmar Árnason (B) þingmaður Reykjaneskjördæmis og varaformaður Samgöngunefndar, ritaði Helga Hallgrímssyni Vegamálastjóra bréf þann 5. nóvember sl. Í bréfinu kemur m.a. fram að sveitarstjórnarmenn í Garði og Sandgerði óski eftir að komið verði upp þjónustuskiltum við Rósaselstorg þar sem vísað er á bæjarfélögin með skírskotun í hvaða þjónusta er þar fyrir hendi.
Farið er fram á að komið verði upp svæðakorti af Suðurnesjum á Reykjanesbraut og við Flugstöðina, þar sem ferðlangar geta séð hvar þeir eru staddir og hvaða leiðir liggja frá þeim stað. Sveitastjórn Vatnsleysustrandarhrepps veku athygli á að skynsamlegt væri að benda hjólreiðafólki á gamla þjóðveginn eftir Vatnsleysuströnd sem heppilegan valkost.
„Málið er í skoðun hjá okkur og hjá þjónustudeildinni sem sér um skiltagerð og uppsetningar. Svona mál taka gjarnan nokkuð langan tíma því það þarf að skoða margt í kringum þetta, t.d. hvernig þetta samræmist því sem menn hafa gert annars staðar á landinu. Við verðum allavega búnir að taka afstöðu fyrir næsta vor“, segir Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri.